Ástin
mín ég elska þig svo mikið,
að missa þig væri samstundis
dauði.
Án þín væri ég aðeins tóm skel,
sem verður
aðeins heil með þér.
Ástin kemur í mörgum
formum,
móðurást og föðurást eru mikilvægastar.
Ást mín
til þín er skilyrðislaus,
jafnvel þótt þú elskir mig ekki
tilbaka.
Ávallt mun ég elska þig,
jafnvel þótt þú
sjáir mig ekki.
Þú ert enn með henni,
og hún gengur með
barn þitt.
Ég get ekki meir,
get ekki horft á ykkur
saman.
Ég kveð ykkur hér,
og óska ykkur alls hins versta.
Leikstjórinn
er Egill Eðvarðsson og helstu leikarar eru María Ellingsen sem
leikur Agnesi Magnúsdóttur, Baltasar Kormákur sem leikur Natan,
Gottskálk Dagur Sigurðsson leikur Friðrik Sigurðsson, Hilmir Snær
Guðnason leikur Guðmund og Egill Ólafsson leikur sýslumanninn. Agnes er mynd um síðustu aftökuna á Íslandi, en þá er sýnt úr lífi þeirra sem voru tekin af lífi, eða það er farið eftir atburðarrásinni en nokkrum staðreyndum sleppt og sögunni breytt helling til að láta Agnesi líta betur út.
Í stuttu máli þá er Agnes vinnukona sem á dóttur, hún vinnur sem
bústýra hjá sýslumanninum sem er sífellt að reyna að nauðga
henni en hún sleppur alltaf naumt undan. Natan kaupir Agnesi sem
bústýru fyrir mikinn pening og fer með hana heim á Illugastaði
en hann vildi ekki hafa dótturina með og hún var þá send í
fóstur til prestsins. Natan heldur framhjá með mörgum konum og
kemur svo með nýja konu heim og lætur Agnesi þjóna þeim, hann
nauðgar þeim síðan báðum. Konan heitir Sigríður og
Agnes fer og lætur kærasta hennar, Friðrik vita hvar hún er og
hann kemur
og lemur Natan með hamri og kveikir síðan í húsinu
og tekur
Sigríði. Fyrir þetta eru Friðrik og Agnes dæmd til dauða
og eru
þau síðan hálshöggvin.
Þetta gerist á 18 öld, en í
myndinni er vikið frá mörgum þekktum
staðreyndum, eins og til
dæmis að Friðrik hafi drepið karlmennina
á bænum með hníf og
að Sigríður og Agnes unnu saman á bænum og voru með í þessu.
Myndin tengist nútímanum til dæmis á þann hátt að konum er
ennþá beitt líkamlegu ofbeldi. Í dag eru miklu minni refsingar,
þú myndir fara í fangelsi en ekki vera líflátinn.
Mér
fannst myndin mjög áhugaverð vegna þess að mér þykir gaman að
sjá smá brot inn í líf fólks á fyrri öldum og þetta er mjög
gott dæmi um það nema það hversu mikið þau viku frá alvöru
staðreyndum en það er áhugavert að skoða hvað gerðist í
alvörunni, en í raun var Agnes sek um að vera með í þessu þar
sem hún og Sigríður hleyptu Friðriki inn sem drap mennina og þær
tóku peninga ásamt Friðriki. Myndin var vel leikin og mjög
flottir leikarar í henni. Mér fannst Baltasar t.d. Ná sínu
hlutverki mjög vel þegar hann var að leika Natan. Tæknivinnan var
fín fyrir utan hvað eldurinn á Illugastöðum var örlítið
óraunverulegur. Ég gef myndinni alveg þrjár af fimm stjörnum og
ég mæli með henni.
Back Next